Landslið

U17 karla - Tap gegn Rússum - 23.3.2015

Strákarnir í U17 biðu lægri hlut gegn Rússum í öðrum leik þeirra í milliriðli EM en leikið er í Rússlandi.  Heimamenn unnu öruggan sigur, 4 - 0 eftir að staðan hafði verið 1 - 0 í leikhléi.  Lesa meira
 
U21 landslið karla

U21 karla - Sveinn Sigurður Jóhannesson í hópinn - 23.3.2015

Eyjólfur Sverrisson, landsliðsþjálfari U21 karla, hefur gert eina breytingu á hópnum sem mætir Rúmenum í vináttulandsleik ytra á fimmtudaginn.  Markvörðurinn Sveinn Sigurður Jóhannesson, úr Stjörnunni, kemur inn í hópinn stað Frederiks Schram sem er meiddur. Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Finnum í leik um 7. sæti á NM U17 kvenna í Svíþjóð

U17 karla og kvenna leika í dag - 23.3.2015

Landslið karla og kvenna, skipuð leikmönnum 17 ára og yngri, verða í eldlínunni í dag.  Stelpurnar leika seinni vináttulandsleik sinn gegn Írum ytra og hefst leikurinn kl. 11:00.  Strákarnir leika í dag annan leik sinn í milliriðli EM en leikið er í Rússlandi.  Það eru heimamenn sem eru andstæðingar dagsins og hefst leikurinn kl. 14:00.

Lesa meira
 

Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög