Landslið

U21 landslið karla

U21 karla - Byrjunarliðið gegn Rúmenum - 26.3.2015

Eyjólfur Sverrisson, landsliðsþjálfari U21 karla, hefur tilkynnt byrjunarliðið sem mætir Rúmenum í vináttulandsleik sem leikinn verður ytra.  Leikurinn hefst kl. 17:30 að íslenskum tíma og verður fylgst með helstu atriðum leiksins á Facebook síðu KSÍ. Lesa meira
 
Marki fagnað hjá U19 kvenna í leik gegn A landsliði Færeyja í Fífunni 22. febrúar 2015

U19 kvenna - Hópurinn sem leikur í Frakklandi - 26.3.2015

Þórður Þórðarson, landsliðsþjálfari U19 kvenna, hefur valið hópinn sem leikur í milliriðli EM, dagana 4. - 9. apríl.  Riðillinn verður leikinn í Frakklandi og, auk heimastúlkna, verður leikið gegn Rússum og Rúmenum.

Lesa meira
 

Tvö landslið í eldlínunni í dag - 26.3.2015

Tvö íslensk landslið verða í eldlínunni í dag en þau leika bæði landsleiki ytra.  Strákarnir í U17 leika gegn Wales í milliriðli EM en leikið er í Krasnodar.  Leikurinn hefst kl. 14:00 að íslenskum tíma.  Þá munu strákarnir í U21 leika vináttulandsleik gegn Rúmenum í dag og hefst leikurinn kl. 17:30 að íslenskum tíma.  Leikið verður í Targu Mures í Rúmeníu.

Lesa meira
 
UEFA EURO 2016

Leikjahrina í undankeppni EM 2016 framundan - 26.3.2015

Eins og knattspyrnuáhugafólki er eflaust kunnugt er leikjahrina framundan í undankeppni EM karlalandsliða 2016.  Um helgina fara fram 26 leikir í riðlunum níu, en einn leikur fer síðan fram á þriðjudag.  Að venju eru margir spennandi leikir á dagskrá.

Lesa meira
 

Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög