Landslið

Eins stigs forskot Tékka á toppi A-riðils - 28.3.2015

Eins og kunnugt er vann Ísland glæsilegan þriggja marka sigur á Kasakstan í undankeppni EM 2016.  Tveir aðrir leikir í A-riðli fóru fram seinna sama dag.  Lettar hefðu getað hirt öll þrjú stigin í Tékklandi, og í Hollandi jöfnuðu heimamenn í uppbótartíma.

Lesa meira
 

Aron Einar, Eiður Smári og Gylfi ekki til Eistlands | UPPFÆRT - 28.3.2015

Þeir Aron Einar Gunnarsson, Eiður Smári Guðjohnsen og Gyldi Þór Sigurðsson fara ekki með landsliðinu til Eistlands í vináttuleikinn sem fram fer á þriðjudag. Aron Einar varð faðir á dögunum og heldur heim, eins og Eiður Smári, sem bíður fæðingar síns fjórða barns. Gylfi Þór Sigurðsson fékk högg í leiknum gegn Kasakstan og leikur ekki gegn Eistlandi.

Lesa meira
 

Öruggur sigur í Kasakstan - 28.3.2015

Ísland mætti Kasakstan í undankeppni EM 2016 í dag og unnu frækinn 3-0 sigur á þessum erfiða útivelli. Íslenska liðið komst í 2-0 í fyrri hálfleik en Birkir Bjarnason skoraði svo þriðja mark leiksins undir lok leiksins.

Lesa meira
 
Aron Einar Gunnarsson

Aron Einar kominn í 50 A landsleiki fyrir Ísland - 28.3.2015

Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði A landsliðs karla, náði þeim stóra áfanga í leiknum við kasakstan í undankeppni EM 2016 að leika sinn 50. A-landsleik fyrir Íslands hönd.  Aron tók ungur við fyrirliðabandinu og hefur verið mikill leiðtogi bæði innan vallar sem utan. 

Lesa meira
 

Leikið í Eistlandi á þriðjudag - 28.3.2015

A landslið karla mætir Eistlandi í vináttuleik á þriðjudag.  Leikurinn, sem er í beinni útsendingu og opinni dagskrá á SkjáSport, fer fram á A. Le Coq Arena leikvanginum í höfuðborg Eistlands, Tallinn. 

Lesa meira
 
Undankeppni EM 2016

Byrjunarlið Íslands gegn Kasakstan - 28.3.2015

Þjálfarar A landsliðs karla, þeir Heimir Hallgrímsson og Lars Lagerbäck, gera þrjár breytingar á byrjunarliði Íslands fyrir leikinn við Kasakstan, en eins og knattspyrnuáhugafólki er kannski kunnugt um var byrjunarlið Íslands óbreytt í fyrstu fjórum leikjunum í keppninni.

Lesa meira
 

Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög