Landslið

UEFA EM U19 kvenna

U19 kvenna - Franskur sigur í fyrsta leik - 4.4.2015

Stelpurnar í U19 léku sinn fyrsta leik í milliriðli EM í dag en leikið er í Frakklandi.  Það voru einmitt heimastúlkur sem voru mótherjarnir og reyndust þær frönsku sterkari og lögðu íslenska liðið með fimm  mörkum gegn engu.  Staðan í leikhléi var 2 - 0 fyrir heimastúlkur. Lesa meira
 

Góður sigur á Hollandi í Kórnum - 4.4.2015

Íslenska kvennalandsliðið mætti því hollenska í vináttulandsleik í dag en leikið var í Kórnum.  Lokatölur urðu 2 – 1 fyrir Ísland  eftir að hollenska liðið hafði leitt í leikhléi, 0 – 1.  Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir og Sara Björk Gunnarsdóttir skoruðu mörk Íslands en virkilega góður síðari hálfleikur skóp þennan sigur.

Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Bandaríkjunum 9. mars 2015

A kvenna - Byrjunarlið Íslands gegn Hollandi - 4.4.2015

Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt byrjunarliðið sem mætir Hollendingum í vináttulandsleik í Kórnum í dag kll 14:00.  Við hvetjum alla þá sem kost hafa á að koma í Kórinn og hvetja stelpurnar til sigurs gegn sterku liði Hollands.  Ókeypis aðgangur.

Lesa meira
 

Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög