Landslið

Miðar á úrslitakeppni EM 2016 - 3.6.2015

Úrslitakeppni EM A landsliða karla fer fram í Frakklandi sumarið 2016. Fyrsti áfangi almennrar miðasölu á keppnina hefst 10. júní næstkomandi og stendur til 10. júlí. Í þessum fyrsta áfanga verður 1 milljón aðgöngumiða til sölu. Aðgöngumiðar á leiki keppninnar eingöngu seldir í gegnum netsölu á vefsíðunni www.euro2016.com og eingöngu verður hægt að kaupa miða með kreditkorti.

Lesa meira
 
Þjálfararnir Eyjólfur Sverrisson og Tómas Ingi Tómasson

U21 hópur karla sem mætir Makedóníu 11. júní - 3.6.2015

U21 landslið karla mætir Makedóníu í undankeppni EM þann 11. júní næstkomandi.  Leikið verður á Vodafone-vellinum að Hlíðarenda og er þetta fyrsti leikur riðilsins. Eyjólfur Sverrisson, þjálfari íslenska liðsins, hefur valið leikmannahóp sinn fyrir þennan leik.

Lesa meira
 

Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög