Landslið

U17 kvenna - Jafnt hjá Noregi og Sviss - 22.6.2015

Noregur og Sviss gerðu 2 - 2 jafntefli í kvöld í seinni leik B riðils úrslitakeppni U17 kvenna en leikið var á Kópavogsvelli.  Næstu leikir riðilsins fara fram á Víkingsvelli á fimmtudaginn en þá mætast Írland og Sviss kl. 13:00 en Frakkland og Noregur kl. 17:00.

Lesa meira
 

U17 kvenna - Öruggur sigur Þjóðverja á Íslendingum - 22.6.2015

Þýskaland lagði Ísland að velli í fyrstu umferð úrslitakeppni EM U17 kvenna en leikið var í Grindavík í kvöld.  Lokatölur urðu 0 - 5 eftir að staðan hafði verið 0 -2 í leikhléi.  Ísland mætir Englandi á Akranesi á fimmtudaginn kl. 19:00 og fyrr um daginn, eða kl. 13:00, mætast Þýskaland og Spánn einnig á Akranesi.

Lesa meira
 
UEFA EM U17 kvenna

Áhorfendur hjálpa Símanum að styrkja fatlað knattspyrnufólk - 22.6.2015

Síminn er einn af samstarfsaðilum KSÍ og UEFA vegna EM U17 kvenna og mun Síminn styrkja ÍF og Special Olympics um ákveðna upphæð á hvern áhorfenda sem mætir á leiki í mótinu.  Fólk er því hvatt til þess að standa saman að því að vel verði mætt á leikina, styðja við liðin sem leika og um leið hjálpa Símanum að styrkja gott verkefni.

Lesa meira
 

U17 kvenna - Frakkar lögðu Íra - 22.6.2015

Úrslitakeppni EM U17 kvenna hófst í dag með tveimur leikjum sem hófust báðir kl 13:00.  Á Kópavogsvelli lögðu Frakka Íra með einu marki gegn engu.  Í Grindavík mættust England og Spánn og lauk leiknum með jafntefli, 1 - 1.

Lesa meira
 

Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög