Landslið

U17 - Spánn og Þýskaland í undanúrslitin - 28.6.2015

Þjóðverjar unnu öruggan sigur á Englendingum í kvöld þegar liðin mættust í úrslitakeppni U17 kvenna á Fylkisvelli. Lokatölur urðu 5 – 0 fyrir Þýskaland eftir að þeir höfðu tveggja marka forystu í leikhléi. Með sigrinum tryggði þýska liðið sér sæti í undanúrslitum þar sem Sviss verður mótherjinn.

Lesa meira
 
UEFA EM U17 kvenna

U17 - Sviss tryggði sér efsta sætið í B-riðli - 28.6.2015

Það verða Sviss og Frakkland sem fara í undanúrslit úrslitakeppni U17 kvenna úr B-riðli en þetta varð ljóst eftir leiki dagsins.  Sviss gerði sér lítið fyrir og skaust í efsta sætið með því að leggja Frakka að velli en Frakkar höfðu þegar tryggt sér sæti undanúrslitum.  Norðmenn, sem lögðu Íra með tveimur mörkum gegn engu, sitja eftir. Lesa meira
 

U17 - Frakkland og Sviss í undanúrslitin - 28.6.2015

Það er ljóst að Frakkland og Sviss leika í undanúrslitum á lokamóti U17 kvenna. Sviss vann Frakkland 2-1 á meðan Noregur vann Írland 2-0 og Sviss vinnur því B-riðilinn með 7 stig en Frakkar koma næst með 6 stig.

Lesa meira
 

U17 - Ísland leikur við Spán á Kópavogsvelli - 28.6.2015

Það er seinasti leikdagurinn í dag í lokamóti U17 kvenna sem fram fer á Íslandi. Á miðvikudaginn eru undanúrslit og það skýrist því hvaða lið leika í undanúrslitum en eitt lið, Frakkland, hefur þegar tryggt sér sæti þar.

Lesa meira
 

Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög