Landslið

50 ár frá fyrsta unglingalandsleiknum - 10.7.2015

Þann 22. júlí næstkomandi eru tímamót í sögu íslenskra knattspyrnulandsliða.  Þann dag eru liðin 50 ár frá fyrsta unglingalandsleik Íslands, en 22. júlí árið 1965 lék unglingalandslið karla gegn Dönum í Halmstad í Svíþjóð.  Til þess að minnast tímamótanna mun KSÍ bjóða leikmönnunum og fararstjórum liðsins til sérstakrar móttöku á Laugardalsvelli fyrir leik A landsliðs karla gegn Kasakstan þann 6. september næstkomandi.

Lesa meira
 

A landslið kvenna upp um tvö sæti á FIFA-listanum - 10.7.2015

A landslið kvenna hækkar um tvö sæti á nýútgefnum styrkleikalista FIFA.  Íslenska liðið, sem situr nú í 18. sæti listans, lék einn leik frá því síðasti listi var gefinn út, en það var sigurleikur gegn Hollandi í Kórnum í apríl. Nýkrýndir heimsmeistarar Bandaríkjanna eru í efsta sæti.

Lesa meira
 

Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög