Landslið

KSÍ-skírteini

Ísland - Kasakstan: Miðar fyrir handhafa A og DE skírteina - 6.8.2015

Handhafar A og DE skírteina frá KSÍ fá afhenta aðgöngumiða á leik Íslands og Kasakstan í undankeppni EM A landsliða karla, fimmtudaginn 13. ágúst frá kl. 12:00 á hádegi til kl. 16:00, eða á meðan birgðir endast.  Miðarnir verða afhentir á skrifstofu KSÍ gegn framvísun skírteinis. Lesa meira
 

Miðasala á Ísland – Kasakstan hefst þriðjudaginn 11. ágúst kl. 12:00 - 6.8.2015

Sunnudaginn 6. september tekur Ísland á móti Kasakstan í undankeppni EM A landsliða karla 2016 á Laugardalsvelli og hefst leikurinn kl. 18:45.  Miðasala á leikinn hefst kl. 12:00 á hádegi, þriðjudaginn 11. ágúst, og fer fram í gegnum miðasölukerfi hjá midi.is.  Lesa meira
 

A-landslið karla niður um eitt sæti á heimslista FIFA - 6.8.2015

A-landslið karla féll um eitt sæti á heimslista FIFA sem var birtur í dag, fimmtudag. Landsliðið er í 24. sæti listans en það hefur þó ekki leikið síðan seinasti listi var birtur. Albanir fara upp fyrir Ísland á listanum en íslenska liðið er áfram efst Norðurlandaþjóðanna en Danir eru í 25. sæti.

Lesa meira
 

Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög