Landslið

U17 karla - Sigur á Dönum og 3. sætið staðreynd

Leikurinn endaði í vítakeppni þar sem Ísland hafði betur

9.8.2015

Ísland vann Dani á Opna Norðurlandamótinu í Svíþjóð í dag, sunnudag, en leikurinn endaði í vítakeppni þar sem Ísland hafði betur. Leikurinn var sjálfur hinn fjörugasti og átti íslenska liðið góð færi í leiknum án þess þó að ná að skora.

Leikurinn endaðu markalaus og var farið beint í vítakeppni. Arnór Sigurðsson, Atli Hrafn Andrason, Aron Kári Aðalsteinsson, Birkir Heimisson og Kristófer Ingi Kristinsson skoruðu allir úr sínum spyrnum en Danmörk misnotaði eina spyrnu sem nægði til sigurs.

Ísland hafnaði því í 3. sæti mótsins sem er frábær árangur en liðið tapaði aðeins einum leik á mótinu en það var gegn Svíum sem leika til úrslita á mótinu gegn Póllandi.

Til hamingju með árangurinn strákar!Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög