Landslið
Ísland - Holland 2014

Áfram Ísland með opinn sölubás á Laugardalsvelli á mánudag

Landsliðsvarningur til sölu - um að gera að dressa sig upp fyrir komandi landsleiki

25.8.2015

Stuðningsmannahópurinn Áfram Ísland hefur lengi fylgt íslensku landsliðunum í knattspyrnu og selt varning í litum landsliðsins til að auka stemmningu.  Mánudaginn 31. ágúst milli kl. 15:00 og 19:00 verður Áfram Ísland með opinn sölubás á Laugardalsvelli.

Tilkynning frá Áfram Ísland:

Kæri stuðningsmaður

ÁFRAM ÍSLAND stuðningsmennirnir verða með opinn sölubás (treflar, húfur, derhúfur, bolir, fánar, landsliðstreyjur o.fl) á Laugardalsvelli mánudaginn 31. ágúst frá 15-19 (margs konar tilboð í gangi).  

Við viljum vera sýnileg á vellinum í Amsterdam og ef þú ert á leiðinni til Hollands er tilvalið að kíkja til okkar og dressa sig upp fyrir leikinn. Við verðum einnig með vörur til sölu á DAM torginu í Amsterdam fyrir leik en það er vissara að vera búinn að tryggja sér varning.

Kv,  ÁFRAM ÍSLAND


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög