Landslið

U21 karla - Hópurinn sem mætir Frökkum og Norður Írum

U21 landslið karla leikur 5. og 8. september

26.8.2015

Eyjólfur Sverrisson, landsliðsþjálfari U21 karla, hefur tilkynnt hópinn sem leikur gegn Frökkum og Norður Írum í undankeppni EM.

Fyrri leikurinn er gegn Frökkum þann 5. september og fer hann fram á Kópavogsvelli. Seinni leikurinn er gegn Norður Írum en hann er á Fylkisvelli þann 8. september. Miðaverð er 1000 krónur og er miðasala við inngang.

Íslenska liðið hefur þegar leikið einn leik í riðlinum en það var leikur gegn Makedóníu sem endaði 3-0. 

Hópurinn sem mætir Frökkum og Norður Írum.

Viðtal við Eyjól Sverrisson landsliðsþjálfara U21 karla.
Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög