Landslið

European Qualifiers

Allir leikir riðilsins á sama tíma á fimmtudag - 2.9.2015

Það er stór dagur á fimmtudag þegar undankeppni EM karla 2016 heldur áfram.  Í riðli Íslands er heil umferð og fara allir leikirnir fram á sama tíma, eða kl. 18:45 að íslenskum tíma.  Sem kunnugt er mæta Íslendingar Hollendingum í Amsterdam, á meðan Tyrkir taka á móti Lettum og Kasakar heimsækja Tékka.

Lesa meira
 

Hvað eiga Johan Cruyff, Ruud Gullit og Ásgeir Sigurvinsson sameiginlegt? - 2.9.2015

A-landslið karla leikur við Holland á fimmtudag á Amsterdam ArenA sem er heimavöllur Ajax, en þessi glæsilegi leikvangur tekur 52.960 manns í sæti. Ríflega 3000 Íslendingar eða lauslega áætlað um 1% íslensku þjóðarinnar munu setja svip sinn á stúkuna og mæta á leikinn til að styðja við bakið á strákunum okkar.

Lesa meira
 

46.500 miðar seldir á Holland-Ísland - 2.9.2015

Samkvæmt upplýsingum frá hollenska knattspyrnusambandinu hafa, þegar þetta er skrifað að morgni miðvikudags, verið seldir 46.500 miðar á leik Hollands og Íslands í undankeppni EM 2016, sem fram fer á Amsterdam Arena á fimmtudag.  Leikvangurinn tekur 52.960 manns í sæti og er búist við því að þeir miðar sem eru eftir seljist upp.  Lesa meira
 

Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög