Landslið

Íslandi nægir 1 stig úr 3 leikjum til að komast á EM - 3.9.2015

Íslenska landsliðinu nægir 1 stig til að tryggja sig í lokakeppni EM í Frakklandi eftir leiki kvöldsins. Tékkar unnu Kasakstan 2-1 og eru með 16 stig en Tyrkland og Lettar gerðu 1-1 jafntefli. Holland er með 10 stig, Tyrkir eru með 9, Lettar með 4 og Kasakstan rekur lestina með 1 stig.

Lesa meira
 

Frábær íslenskur sigur í Hollandi - 3.9.2015

Ísland vann í kvöld frábæran sigur á Hollandi á Amsterdam ArenA. Gylfi Þór Sigurðsson skoraði mark Íslands í fyrri hálfleik úr víti eftir að brotið var á Birki Bjarnasyni í vítateig Hollendinga. Ísland er því með 18 stig í A-riðli eftir sigurinn en liðið leikur við Kasakstan á sunnudaginn.

Lesa meira
 

Byrjunarlið Íslands á Amsterdam Arena - 3.9.2015

Holland tekur á móti Íslandi í undankeppni EM karla 2016 á Amsterdam Arena í kvöld, fimmtudagskvöld og hefst leikurinn kl. 18:45 að íslenskum tíma. Á fjórða þúsund Íslendinga verður á leikvanginum, sem tekur tæplega 53 þúsund áhorfendur. Leikurinn verður í beinni útsendingu á RÚV.

Lesa meira
 

Ísland upp um eitt sæti á heimslista FIFA - 3.9.2015

Ísland fór upp um sæti á heimslista FIFA sem birtur var í dag, fimmtudag. Liðið fór í 23 sætið og hafði sætaskipti við Frakka sem nú verma 24. sætið. Danir fóru upp fyrir Ísland á listanum en danska liðið fór upp um 3 sæti frá seinasta lista og er í 22. sætinu.

Lesa meira
 

Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög