Landslið

U17 karla - Tap gegn Dönum og Ísland endaði í 3. sæti

Ísland á ennþá möguleika á að komast áfram sem lið með besta árangur í 3. sæti

27.9.2015

U17 ára landsliðs karla tapaði 2-0 gegn Danmörku í dag, sunnudag, í undankeppni EM og lauk því leik í 3. sæti riðilsins. 

Ísland fer því ekki beint í milliriðil en samt á liðið möguleika á því þar sem besti árangur í 3. sæti gæti fleytt íslenska liðinu áfram.

Á síma tíma vann Grikkland 6-0 sigur á Kasakstan og því enda Grikkir í 3. sæti en Danir vinna riðilinn.

Möguleiki er á að Ísland fari áfram í milliriðil en fimm bestu liðin í 3. sæti fara áfram. Þar sem Ísland er með fjögur stig og jákvæða markatölu er möguleikinn enn til staðar.


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög