Landslið
U19 landslið karla

24 manna hópur U19 karla fyrir tvo leiki gegn N.-Írum

Leikið í Garðabæ og Sandgerði - Leikmenn frá 18 félagsliðum, 8 leikmenn á mála hjá erlendum félagsliðum

30.9.2015

Þorvaldur Örlygsson, þjálfari U19 landsliðs karla, hefur valið 24 leikmenn til að taka þátt í tveimur vináttulandsleikjum gegn Norður-Írlandi.  Þessir 24 leikmenn koma frá 18 félögum og þar af eru átta leikmenn á mála hjá erlendum félagsliðum - í Svíþjóð, Danmörku, Hollandi og Englandi.


Báðir leikirnir fara fram hér á landi - sá fyrri á Samsung vellinum í Garðabæ þann 9. október og sá seinni á K&G vellinum í Sandgerði 12. október.  Liðið kemur saman mánudaginn 5. október og verður saman við æfingar og keppni til mánudagsins 13. október.


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög