Landslið

Ísland mætir Lettlandi í dag klukkan 16:00 - 9.10.2015

Karlalandsliðið leikur í dag við Lettland í undankeppni EM. Leikurinn fer fram á Laugardalsvelli og hefst klukkan 16:00. Íslenska liðið er í góðri stöðu í riðlinum en liðið trónir á toppnum með 19 stig eins og Tékkar en Ísland er með mun betri markamun eða 12 mörk en Tékkar eru með 6 mörk í plús. Sigur gegn Lettlandi ætti því að sjá til þess að Ísland haldi toppsætinu en Tékkar eiga nokkuð erfiðan leik fyrir höndum gegn Tyrkjum á heimavelli.

Lesa meira
 

U19 karla - Albert Guðmundsson með bæði i sigri á Norður Írum - 9.10.2015

Íslenska landsliðið skipað leikmönnum 19 ára og yngri mætti Norður-Írlandi í vináttuleik á Samsung vellinum í Garðabæ í kvöld, föstudag. Ísland vann 2-0 sigur þar sem Albert Guðmundsson, leikmaður PSV Eindhoven, skoraði bæði mörkin.

Lesa meira
 

Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög