Landslið

Ísland heldur toppsætinu í A-riðli - 10.10.2015

Ísland er áfram í toppsæti A-riðils en Tyrkir unnu öruggan 0-2 sigur á Tékkum í Tékklandi. Það þýðir að Ísland er með 20 stig en Tékkar eru með 19 stig. Tyrkir eru því komnir í bílstjórasætið í baráttunni um 3. sætið sem gefur sæti í umspili en Tyrkland leikur við Ísland í lokaleiknum en Holland leikur við Tékka á heimavelli.

Lesa meira
 

Kolbeinn Sigþórsson orðinn næst markahæsti landsliðsmaðurinn - 10.10.2015

Kolbeinn Sigþórsson er orðinn næst markahæsti leikmaðurinn í sögu landsliðsins en mark Kolbeins gegn Lettum er hans 18 mark fyrir Ísland en Ríkharður skoraði á sínum ferli 17 mörk.

Lesa meira
 

Svekkjandi jafntefli gegn Lettum - 10.10.2015

Ísland gerði 2-2 jafntefli við Lettland í undankeppni EM en íslenska liðið missti niður tveggja marka forystu í seinni hálfleik. Kolbeinn Sigþórsson kom Íslandi í 1-0 með marki á 5. mínútu en hann fylgdi þar eftir góðri aukaspyrnu Gylfa Þórs Sigurðssonar. Gylfi var sjálfur á ferðinni á 27. mínútu þegar hann geystist upp völlinn og skaut glæsilegu skoti í mark Lettlands.

Lesa meira
 

Byrjunarlið Íslands gegn Lettlandi - 10.10.2015

Ísland leikur í dag sinn seinasta heimaleik í undankeppni EM karlalandsliða 2016. Mótherjinn er Lettland og hefst leikurinn kl 16:00. Byrjunarlið íslenska liðsins hefur verið opinberað og eru tvær breytingar frà síðasta leik.

Lesa meira
 

Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög