Landslið

Byrjunarlið Íslands gegn Tyrkjum í Konya - 12.10.2015

Þrjár breytingar eru gerðar á byrjunarliði A landsliðs karla, sem mætir Tyrkjum í Konya í kvöld, í lokaumferð undankeppni EM 2016.  Jón Daði Böðvarsson kemur í framlínuna í stað Alfreðs Finnbogasonar, Ögmundur Kristinsson stendur á milli stanganna í stað Hannesar Þórs Halldórssonar, sem meiddist á æfingu á sunnudag, og Aron Einar Gunnarsson snýr til baka úr leikbanni.

Lesa meira
 

Þrír leikir í riðli Íslands í undankeppni EM U21 karla á þriðjudag - 12.10.2015

Á þriðjudag fer fram heil umferð í riðli Íslands í undankeppni EM U21 landsliða karla, þrír leikir.  Ísland og Skotland mætast á Pittodrie Stadium í Aberdeen og hefst leikurinn kl. 16:45 að íslenskum tíma.  Íslenska liðið er á toppi riðilsins með 10 stig eftir fjóra leiki.

Lesa meira
 
U19 landslið karla

Eins marks tap U19 karla gegn Norður-Írum - 12.10.2015

U19 karla lék á dögunum tvo vináttuleiki við Norður-Írland.  Seinni leikurinn fór  fram í Sandgerði á sunndag og þar unnu gestirnir sigur með eina marki leiksins.  Þessir tveir leikir voru liður í undirbúningi íslenska liðsins fyrir undankeppni EM Lesa meira
 
A karla á æfingu í Konya

Æft á keppnisvellinum í Konya - 12.10.2015

A landslið karla er nú í Tyrklandi og mætir heimamönnum í lokaumferð undankeppni EM 2016.   íslenski hópurinn æfði í dag, mánudag, á keppnisvellinum í Konya, og tóku allir leikmenn  þátt í æfingunni. Lesa meira
 
European Qualifiers

Tveir síðustu leikdagarnir framundan - 12.10.2015

Tveir síðustu leikdagarnir í undankeppni EM karlalandsliða 2016 eru framundan, en leikið er á mánudag og þriðjudag.  Í riðlum C-G-H er enn keppt um annað sætið, sem gefur beinan þátttökurétt í úrslitakeppninni.  Á meðal liða sem eru enn í þeirri baráttu eru Svíar og Norðmenn. Lesa meira
 

Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög