Landslið

Mynd frá Marc Boal

U21 karla - Markalaust í Skotlandi - 13.10.2015

Íslenska U21-landsliðið gerði markalaust jafntefli við Skotland í Aberdeen en leikurinn þótti heldur rólegur. Frederik Schram, markmaður, átti góðan leik en Skotar sóttu heldur meira en íslensku strákarnir í leiknum.

Lesa meira
 

Tékkland vann A-riðil, Ísland áfram ásamt Tyrklandi - 13.10.2015

Mikill fögnuður braust út í leiks­lok á leik Tékklands og Íslands en og það var ljóst að Kasakst­an hefði unnið Lett­land. Þau úr­slit þýða að Tyrk­ir fara beint á EM, sem liðið með best­an ár­ang­ur í 3. sæti í undan­keppn­inni, þegar horft er til úr­slita í leikj­um fimm efstu liða hvers riðils. Íslend­ing­ar og Tékk­ar höfðu þegar tryggt sér far­seðil­inn, en Ísland endaði í 2. sæti og Tékk­land efst með sigri á Hollandi í Amster­dam.

Lesa meira
 

Tap gegn Tyrklandi - Tyrkir komust beint á EM - 13.10.2015

Ísland tapaði 1-0 gegn Tyrkland í kvöld en leikið var í Konya. Leikurinn var heilt yfir heldur bragðdaufur þrátt fyrir magnaða stemningu á áhorfendapöllunum. Jafnræði var á með liðunum í fyrri hálfleik en heimamenn voru mun meira með boltann en Ísland átti ágætar skyndisóknir.

Lesa meira
 

Byrjunarlið U21 karla í Aberdeen - 13.10.2015

U21 landslið karla mætir Skotlandi í Aberdeen í dag, þriðjudag, og hefst leikurinn kl. 16:45 að íslenskum tíma.  Ein breyting er gerð á byrjunarliði íslenska liðsins milli leikja.  Árni Vilhjálmsson, sem skoraði sigurmarkið gegn Úkraínu í síðasta leik, byrjar í dag.

Lesa meira
 

Uppselt á leik Tyrklands og Íslands - 13.10.2015

Eins og kunnugt er eigast Tyrkir og Íslendingar við í lokaumferðinni í undankeppni EM karlalandsliða 2016.  Leikurinn fer fram í Konya í Tyrklandi og er uppselt á leikinn - rúmlega 41.000 miðar seldir og má búast við mikilli stemmningu. Lesa meira
 
European Qualifiers

Mínútu þögn fyrir leik - leikið með sorgarbönd - 13.10.2015

Fyrir leik Tyrklands og Íslands í undankeppni EM karlalandsliða 2016 á þriðjudagskvöld verður fórnarlamba sprengjuárásanna í Ankara í Tyrklandi minnst með táknrænum hætti.  Fyrir leikinn verður einnar mínútu þögn á leikvanginum og munu leikmenn beggja liða jafnframt bera sorgarbönd i leiknum. Lesa meira
 

Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög