Landslið

A landslið karla leikur við Pólverja og Slóvaka í nóvember - 15.10.2015

A landslið karla mun leika tvo vináttulandsleiki í nóvember og hafa mótherjarnir nú verið staðfestir.  Fyrst verður leikið gegn Póllandi í Varsjá þann 13. nóvember, og fjórum dögum síðar, þann 17. nóvember, leikur íslenska liðið við Slóvakíu í Zilina. Lesa meira
 

Uppgjör UEFA á undankeppni EM 2016 - 15.10.2015

UEFA hefur birt uppgjör af ýmsu tagi í tengslum við lok riðlakeppninnar fyrir EM karlalandsliða 2016 og á íslenska landsliðið sína fulltrúa þar.  Gylfi Þór Sigurðsson var valinn í úrvalslið keppninnar, Ragnar Sigurðsson er einn fárra leikmanna sem lék allar mínútur í öllu leikjum síns liðs, og bestu úrslit keppninnar voru valin eins marks sigur Íslands á Hollandi í Amsterdam.

Lesa meira
 
European Qualifiers

Átta þjóðir í umspilsleikjum í nóvember - 15.10.2015

Raðað hefur verið í styrkleikaflokka fyrir umspil um sæti í lokakeppni EM karlalandsliða 2016.  Um er að ræða 8 þjóðir og eru fjórar í hvorum flokki um sig, en dregið verður næstkomandi sunnudag.  Umspilsleikirnir fara fram 12.-14. nóvember og 15.-17. nóvember. Lesa meira
 
UEFA EURO 2016

Ísland í fjórða styrkleikaflokki fyrir EM 2016 - 15.10.2015

UEFA hefur gefið út styrkleikaflokkana fyrir úrslitakeppni EM karlalandsliða 2016.  Röðunin er þó ekki klár fyrir öll liðin, því bíða þarf eftir niðurstöðu úr umspilsleikjunum, sem fram fara í nóvember.  Það liggur þó ljóst fyrir að Ísland er í fjórða styrkleikaflokki.

Lesa meira
 

Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög