Landslið

Troðfullur þjóðarleikvangur Pólverja - 12.11.2015

Pólland og Ísland mætast í vináttuleik A landsliða karla á Narodowy-leikvanginum í Varsjá á föstudag.  Leikurinn hefst kl. 19:45 að íslenskum tíma og er í beinni útsendingu á RÚV.  Uppselt er á leikinn, sem þýðir að ríflega 58.000 manns munu fylla þennan glæsilega þjóðarleikvang pólska landsliðsins.

Lesa meira
 

Gunnar Jarl dæmir í U19 karla - Þóroddur dæmir hjá U21 í Danmörku - 12.11.2015

Gunnar Jarl Jónsson, dómari, og Birkir Sigurðarson, aðstoðardómari, eru meðal dómara sem dæma í riðlakeppni í U19 karla. Riðillinn er leikinn á Írlandi en liðinn sem leika eru Írland, Skotland, Lettland og Slóvenía.

Lesa meira
 

U19 – Þriggja marka tap gegn Ísrael - 12.11.2015

Íslenska U19 ára landslið karla beið lægri hlut, 4-1, í viðureign sinni gegn Ísrael í undankeppni EM sem fram fer á Möltu. Ísrael var komið í 2-0 eftir 16 mínútna leik og íslenska liðið fann ekki svör við sóknarleik Ísraelsmanna í leiknum.

Lesa meira
 

U19 karla – Ísland leikur við Ísrael klukkan 10:30 í undankeppni EM - 12.11.2015

Íslenska U19 ára landslið karla leikur við Ísrael í undankeppni EM en leikurinn hefst klukkan 10:30. Ísland hefur leikið einn leik á mótinu sem var gegn Danmörku en sá leikur endaði 1-1 þar sem Ísland jafnaði metin í uppbótartíma.

Lesa meira
 

Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög