Landslið

Leikið í Zilina á þriðjudag

Leikvangurinn tekur 11 þúsund áhorfendur

14.11.2015

A landslið karla mætir Slóvakíu í vináttulandsleik á þriðjudag kl. 19:45 að íslenskum tíma og verður leikurinn í beinni útsendingu á RÚV.  Leikið verður á Pod Dubnon leikvanginum í Zilina, sem er heimavöllur félagsliðsins MSK Zilina.  Pod Dubnon tekur rúmlega 11 þúsund áhorfendur í sæti, en seldir hafa verið um 5 þúsund miðar er búist við því að 6 til 7 þúsund manns verði á leiknum.  Slóvakar hafa, eins og Íslendingar, tryggt sér sæti í úrslitakeppni EM í Frakklandi næsta sumar.  Þeir léku vináttulandsleik á föstudagskvöld, eins og Íslendingar, og unnu góðan 3-2 sigur á Svisslendingum.


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög