Landslið

Samstarfssamningur KSÍ og PIPAR/TBWA

PIPAR\TBWA gætir hagsmuna KSÍ og sinnir vörumerkjavöktun fyrir knattspyrnusambandið

1.12.2015

KSÍ og PIPAR\TBWA hafa gert með sér samstarfssamning um vörumerkjavöktun og gildir samningurinn fram yfir úrslitakeppni EM karlalandsliða í knattspyrnu 2016. Samningurinn felur í sér að PIPAR\TBWA gæti hagsmuna KSÍ og sinni vörumerkjavöktun fyrir knattspyrnusambandið.

Fyrirtækjum, stofnunum, félagasamtökum og öðrum aðilum sem ekki teljast til samstarfsaðila KSÍ er óheimilt að nota vörumerki KSÍ í auglýsinga- og kynningarskyni. Í þessu felst öll notkun og birting á merki KSÍ og þar með töldum landsliðsbúningnum eða leikmönnum íklæddum landsliðsbúningnum. Þetta á við um alla notkun og birtingu, þar með talið á samfélagsmiðlum. Merkið og landsliðsbúningurinn eru skrásett vörumerki. Öll óréttmæt eða óviðeigandi notkun varðar við lög.

PIPAR\TBWA sinnir vörumerkjavöktun fyrir hönd KSÍ til loka júlí 2016. Í því felst eftirlit með því að vörumerki KSÍ séu ekki misnotuð í markaðslegum tilgangi af ótengdum aðilum, meðal annars til að gæta að ímynd KSÍ og íslenskrar knattspyrnu og til að verja verðmæti vörumerkja KSÍ.

Það er ósk KSÍ að þær reglur sem gilda fyrir þau vörumerki sem greint er frá hér að framan og lesa má nánar um á vefsíðu KSÍ séu virtar.

Um vörumerki KSÍ: http://www.ksi.is/um-ksi/Merki-ksi/

Öllum fyrirspurnum varðandi reglur um notkun á vörumerkjum KSÍ má beina til PIPARS\TBWA í gegnum netfangið ksi@pipar-tbwa.is eða til markaðsstjóra KSÍ í netfangið omar@ksi.is


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög