Landslið

Miðapantanir á úrslitakeppni EM einungis á miðasöluvef UEFA - 14.12.2015

Eins og mörgum er kunnugt þá er búið að opna fyrir miðapantanir á leiki úrslitakeppni EM í Frakklandi 2016, þ.m.t. á leiki Íslands í keppninni.  Allar upplýsingar um ferlið er hægt að finna á miðasöluvef UEFA þar sem einnig er sótt um miða.  Að gefnu tilefni er bent á að einungis er hægt að panta og kaupa miða í gegnum UEFA á leiki keppninnar. Lesa meira
 

Umsóknarglugginn fyrir miða á EM 2016 opnar í dag, mánudag - 14.12.2015

Umsóknarglugginn fyrir miða á úrslitakeppni EM karlalandsliða 2016 opnar mánudaginn 14. desember kl. 11:00 að íslenskum tíma. Eingöngu er hægt að sækja um miða í gegnum miðasöluvef UEFA (www.euro2016.com) og öll afgreiðsla eða þjónusta vegna umsókna fer fram í gegnum UEFA.

Lesa meira
 

Vináttuleikur við Sameinuðu arabísku furstadæmin 16. janúar - 14.12.2015

KSÍ hefur komust að samkomulagi við Knattspyrnusamband Sameinuðu arabísku furstadæmanna um vináttuleik A landsliðs karla í Abu Dhabi þann 16. janúar. Áður hafði verið staðfestur vináttuleikur Íslands og Finnlands í sömu borg og fer sá leikur fram 13. janúar.

Lesa meira
 

Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög