Landslið

Vináttulandsleikur við Grikkland 29. mars

Leikið á heimavelli Olympiakos – annar vináttuleikur erlendis 24. mars

29.12.2015

KSÍ hefur komist að samkomulagi við Knattspyrnusamband Grikklands um vináttuleik A landsliðs karla þriðjudaginn 29. mars næstkomandi.  Leikið verður á heimavelli Olympiakos, Stadio Georgios Karaiskakis, í Piraeus í Aþenu, en sem kunnugt er leikur landsliðsmaðurinn Alfreð Finnbogason með Olympiakos. 

Þá mun liðið leika annan vináttulandsleik erlendis fimmtudaginn 24. mars, en ekki liggur fyrir hver mótherjinn í þeim leik verður.  Báðir leikirnir fara fram á alþjóðlegum landsleikjadögum og eru þessi verkefni hluti af undirbúningi íslenska liðsins fyrir úrslitakeppni EM 2016, sem fram fer í Frakklandi í sumar.Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög