Landslið

Guðmundur Hreiðarsson inn í hóp sérfræðinga í markmannsþjálfun hjá UEFA - 15.3.2016

Guðmundur Hreiðarsson, markmannsþjálfari A landsliðs karla í knattspyrnu, var nýverið tekinn inn í hóp sérfræðinga í markmannsþjálfun á vegum UEFA. Hópurinn er þessa vikuna að störfum í Serbíu þar sem hópar frá sex löndum eru saman komnir í þeim tilgangi að þjálfa þá kennara sem koma að kennslu á markmannsþjálfaragráðum í hverju landi fyrir sig.

Lesa meira
 

U17 karla - Æfingar fyrir milliriðla í Frakklandi og lokahópur - 15.3.2016

Eftirtaldir leikmenn hafa verið valdir til að taka þátt í æfingum vegna undirbúnings U17 liðs karla fram að milliriðlum sem fram fara í Frakklandi í mars/apríl. Æfingarnar fara fram undir stjórn Halldórs Björnssonar, þjálfara U17 landsliðs Íslands.

Lesa meira
 

U17 kvenna - Æfingahelgi og lokahópur fyrir milliriðla í Serbíu - 15.3.2016

Eftirtaldir leikmenn hafa verið valdir til að taka þátt í æfingahelgi vegna undirbúnings U17 ára liðs kvenna fyrir milliriðla sem fram fara í Serbíu 22.-30. mars 2016. Æfingar fara fram undir stjórn Freys Alexanderssonar þjálfara U17 landsliðs Íslands.

Lesa meira
 

U21 karla – Hópurinn sem mætir Makedóníu - 15.3.2016

Eyjólfur Sverrisson, landsliðsþjálfari U21 landsliðs karla, hefur valið hópinn sem mætir Makedóníu í Skopje 24. mars í undankeppni EM15/17.

Lesa meira
 

Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög