Landslið

A karla – Ísland mætir Danmörku í kvöld, fimmtudag - 23.3.2016

A-landslið karla leikur við Danmörku í kvöld, fimmtudag, í Herning. Ísland hefur ekki átt góðu gengi að fagna gegn frændum okkar frá Danmörku en þjóðirnar hafa alls mæst 22 sinnum og Ísland hefur aldrei ná að leggja Dani að velli.

Lesa meira
 

A karla – Byrjunarliðið gegn Danmörku - 23.3.2016

Heimir Hallgrímsson og Lars Lagerbäck, þjálfarar A landsliðs karla, hafa tilkynnt hvaða leikmenn byrja leikinn gegn Danmörku í kvöld. Um er að ræða vináttulandsleik og hafa þjálfararnir því tækifæri á að reyna marga leikmenn, en sex skiptingar eru leyfðar hjá hvoru liði.

Lesa meira
 
UEFA EM U17 kvenna

Leikdögum í milliriðli U17 kvenna breytt - 23.3.2016

Vegna hryðjuverkaárásanna í Belgíu hefur leikdögum í milliriðli U17 landsliða kvenna, sem fram fer í Serbíu og hefst í vikunni, verið breytt.  Þátttökuþjóðirnar, auk Íslendinga og Serba, eru Englendingar og Belgar.  Fyrstu tveir leikdagarnir færast aftur um einn dag, en þriðji leikdagurinn helst óbreyttur.

Lesa meira
 

A karla – Liðið æfði við góðar aðstæður í Herning - Myndir - 23.3.2016

A landslið karla leikur vináttulandsleik við Danmörku í Herning á morgun, fimmtudag. Íslenska liðið æfði í dag á MCH-vellinum í Herning þar sem leikurinn mun fara fram. Aðstæður voru góðar á vellinum en danska liðið Midtjylland leikur á vellinum.

Lesa meira
 

Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög