Landslið

Merki Styrkleikalista FIFA kvenna

A kvenna í 20. sæti á FIFA-listanum - 25.3.2016

A landslið kvenna er í 20. sæti á nýútgefnum styrkleikalista FIFA, þeim fyrsta sem gefinn er út á árinu 2016, en listinn er gefinn út ársfjórðungslega.  Íslenska liðið fellur um eitt sæti frá því listinn var síðast gefinn út.

Lesa meira
 
UEFA EM U17 kvenna

Sigur U17 kvenna á Belgum - 25.3.2016

U17 landslið kvenna vann í dag góðan 2-1 sigur á Belgum í fyrstu umferð milliriðils fyrir EM, en leikið er í Serbíu.  Í hinum leik dagsins unnu Englendingar heimastúlkur 3-1 og mætast íslenska og enska liðið í næstu umferð.  Smellið her að neðan til að lesa umfjöllun um leik Íslands. Lesa meira
 
UEFA EM U17 kvenna

U17 kvenna mætir Belgum í Serbíu - 25.3.2016

Í dag kl 13.00 að íslenskum tíma leikur U-17 kvenna við Belgíu í milliriðli EM. Veðrið er gott, sól og 13°c hiti. Freyr Alexandersson, þjàlfari íslenska liðsins, hefur tilkynnt byrjunarliðið. Hægt er að fylgjast með gangi màla í leiknum à vef UEFA. 

Lesa meira
 

Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög