Landslið

Ísland upp um þrjú sæti á heimslista FIFA

Ísland er efst Norðurlandaþjóðanna

7.4.2016

Karla­landsliðið í knatt­spyrnu fer upp um þrjú sæti og er í 35. sæti á nýj­um styrk­leikalista Alþjóða knatt­spyrnu­sam­bands­ins sem gef­inn var út í morg­un, fimmtudag.

Ísland er þar með orðið efst Norður­landaþjóðanna á nýj­an leik en Sví­ar falla niður um tvö sæti á list­an­um og eru í 35. sæt­inu, Dan­ir eru í 41. sæti, Norðmenn í 49. sæti, Finn­ar í 61. sæti og Fær­ey­ing­ar eru í 90. sæti.

Arg­entínu­menn eru komn­ir í topp­sætið á list­an­um en þeir taka toppsætið af Belgum.

Smelltu hérna til að skoða allan listann.


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög