Landslið
Join us

Síðustu miðarnir á EM fara í sölu þann 26. apríl

Opnað verður fyrir miðasöluna klukkan 11:00 þann 26. apríl

22.4.2016

Þeir sem hafa ekki tryggt sér miða á EM en hafa áhuga á að fara geta mögulega keypt miða í gegnum miðasölu sem opnar þann 26. apríl. 

Um er að ræða fyrstur kemur - fyrstur fær og skiptir því mestu máli að fara strax á miðasölukerfi UEFA þegar salan opnar til að sækja um miða. Það má búast við miklum áhuga á þessa seinustu miða á EM og hvetjum við alla að sækja um um miða á miðasöluvefnum. 

Hægt er að fara á miðasöluvef UEFA og skrá áhuga á tilteknum leikjum og svo kemur í ljós hvort miðar séu til á viðkomandi leiki. 

Einungis verður hægt að kaupa miða með MasterCard eða Visa-greiðslukortum. 

Smelltu hérna til að skoða nánari upplýsingar um miðasöluna.


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög