Landslið

U17 karla - Góður sigur 3-2 á Svíum

Ísland er í riðli með Svíum, Finnum og Rússum

30.4.2016

U17 ára lið karla vann í dag góðan 3-2 sigur á Svíþjóð á UEFA-æfingarmóti sem fram fer í Finnlandi. Ísland leikur í riðli með heimamönnum, Svíum og Rússum. 

Leikurinn í dag var æsispennandi en Birkir Heimisson kom Íslandi í 1-0 með marki á 32. mínútu. Svíar skoruðu þá tvívegis og komust í 2-1 en strákarnir létu það ekki slá sig útaf laginu. Birkir Heimisson jafnaði metin með marki úr vítaspyrnu á 62. mínútu og Viktor Andrason skoraði svo sigurmark leiksins á 71. mínútu. 

Góður 3-2 sigur í fyrsta leik Íslands en næsti leikur er gegn Finnum á mánudaginn


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög