Landslið

Súpufundur um borgir sem leikið verður í á EM

Aðgangur er ókeypis á fundinn

15.5.2016

Miðvikudaginn 18. maí mun Gerard Lemarquis halda fyrirlestur í höfuðstöðvum KSÍ milli kl: 12:00-13:00. Gérard mun fjalla um borgirnar þrjár, þar sem íslenska karlalandsliðið mun leika í á EM í Frakklandi  í sumar; Marseille, Saint-Etienne og Saint-Denis-Paris. Fjallað verður um sögu leikvallanna í þessum borgum, um borgirnar sjálfar og um áhugaverða staði í nágrenninu.

Gérard Lemarquis, kennari og fréttaritari, hefur verið búsettur á Íslandi í rúmlega 40 ár og kennt frönsku bæði í Menntaskólanum við Hamrahlíð og Háskóla Íslands. Hann er eftirsóttur fyrirlesari og hefur haldið mörg vinsæl námskeið um Frakkland hjá Endurmenntun HÍ.

Viðburðurinn er tilvalinn fyrir stuðningsmenn íslenska landsliðsins sem hafa tryggt sér miða á leiki liðsins í Frakklandi.

KSÍ býður upp á súpu og brauð og eru allir velkomnir - aðgangur ókeypis.

Skráning á dagur@ksi.is eða arnarbill@ksi.is!


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög