Landslið

Allur 23 manna hópurinn kominn saman í Osló - 30.5.2016

A landslið karla er saman komið í Osló, þar sem liðið mætir Norðmönnum á miðvikudag.  Allur 23 manna hópurinn sem valinn var fyrir úrslitakeppni EM er þar með saman kominn.  Æft var í dag, mánudag, á hinum fræga Bislett leikvangi í Osló, í sól og blíðu.  Lesa meira
 

Undankeppni HM 2018:  Leikið fyrir luktum dyrum í Úkraínu og Króatíu - 30.5.2016

Ljóst er að ekki verða margir áhorfendur á fyrstu útileikjum A landsliðs karla í undankeppni HM 2018 sem hefst í september næstkomandi.  FIFA hefur tilkynnt að fyrstu heimaleikir Úkraínu og Króatíu í keppninni verði leiknir fyrir luktum dyrum vegna hegðunar stuðningsmanna í vináttuleikjum fyrr á árinu.

Lesa meira
 
EM kvenna U17

A kvenna - Stelpurnar komnar til Falkirk - 30.5.2016

Kvennalandsliðið er komið til Skotlands, nánar tiltekið til Falkirk, en þar verður leikið við Skota í undankeppni EM, föstudaginn 3. júní.  Fyrsta æfing hópsins var í dag og tóku allir leikmenn þátt í henni að undanskildri Dagnýju Brynjarsdóttur, serm kemur til móts við hópinn á morgun. Lesa meira
 

Miðasala á Ísland – Liechtenstein gengur vel - 30.5.2016

Miðasala fyrir síðasta vináttuleik A landsliðs karla fyrir EM 2016 í Frakklandi er í fullum gangi á midi.is. Leikurinn, sem er gegn liði Liechtenstein, fer fram á Laugardalsvellinum 6. júní næstkomandi.

Lesa meira
 

Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög