Landslið

Skotland_logo

A kvenna - Skoski hópurinn sem mætir Íslandi - 31.5.2016

Alls eru 12 leikmenn í 20 manna leikmannahópi skoska liðsins sem leika utan landssteinanna en flestir leikmenn koma fram Glasgow FC, fjórir talsins.  Ekkert lið hefur skorað fleiri mörk að meðaltali í leik í undankeppni EM að svo stöddu, heldur en Skotar.  Mörkin hafa verið 5,4 að meðaltali í leik og markahæsti leikmaðurinn til þessa í keppninni er framherjinn Jane Ross með átta mörk

Lesa meira
 

Byrjunarlið Íslands á Ullevaal - 31.5.2016

A landslið karla mætir Noregi í vináttuleik í Osló í kvöld.  Leikið er á Ullevaal-leikvanginum og verður leikurinn, sem hefst kl. 17:45, í beinni útsendingu á RÚV.  Byrjunarlið íslenska liðsins hefur verið opinberað.

Lesa meira
 

A kvenna - Dagný komin til Falkirk - 31.5.2016

Allur hópurinn er nú kominn saman í Falkirk en Dagný Brynjarsdóttir kom til móts við hópinn í dag.  Dagný var að leika með félagsliði sínu í Bandaríkjunum á sunnudagskvöld og ferðalag frá vesturströnd Bandaríkjanna tekur sinn tíma. Lesa meira
 

A landslið karla mætir Noregi í dag - 31.5.2016

A-landslið karla leikur í dag vináttulandsleik við Noreg á Ullevål-vellinum í Osló. Leikurinn er hluti af lokaundirbúningi liðsins fyrir EM í Frakklandi en seinasti leikur Íslands verður gegn Liechtenstein þann 6. júní og er miðasala á leikinn í fullum gangi.

Lesa meira
 

"Allt eða ekkert" - 31.5.2016

Skotar eru ekkert að draga undan þegar þeir auglýsa leik Skotlands og Íslands í undankeppni EM kvenna sem fram fer í Falkirk, föstudaginn 3. júní.  Þeir auglýsa hann með yfirskriftinni "Allt eða ekkert".  Þó svo að örugglega megi rökræða fram og til baka um þá fullyrðingu þá er alveg ljóst að það er mikið undir í þessum leik.

Lesa meira
 

Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög