Landslið

EM kvenna U17

A kvenna - Öruggur sigur á Makedóníu - 7.6.2016

Íslenska kvennalandsliðið vann öruggan sigur á Makedóníu i kvöld en leikið var í undankeppni EM.  Lokatölur urðu 8 - 0 og komu sex markanna í fyrri hálfleik.  Íslenska liðið er nú í dauðafæri um það að tryggja sér öruggt sæti í úrslitakeppniinni sem haldin verður í Hollandi á næsta ári. Lesa meira
 

Strákarnir okkar komnir til Annecy - 7.6.2016

Karlalandsliðið kom í dag til Annecy í Frakklandi þar sem liðið mun dveljast á meðan riðlaleppni EM stendur yfir. Ferðin gekk mjög vel í alla staði og þegar lent var tók var móttökuathöfn en svo var keyrt áleiðis á hótelið í Annecy.

Lesa meira
 
Áhorfendur á Ísland-Tyrkland

A kvenna - Byrjunarliðið sem mætir Makedóníu - 7.6.2016

Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt byrjunarliðið sem mætir Makedóníu í undankeppni EM í kvöld en leikið er á Laugardalsvelli kl. 19:30.  Gerðar eru fimm breytingar frá byrjunarliðinu sem lagði Skota síðastliðinn föstudag. Lesa meira
 
EM kvenna 2013

Farseðillinn nánast tryggður með sigri - 7.6.2016

Með sigri á Makedóníu í kvöld mun íslenska liðið verða á þröskuldi þess að vera öruggt í úrslitakeppnina í Hollandi 2017.  Efsta þjóðin í hverjum riðli tryggir sér sæti í úrslitakeppninni ásamt þeim sex þjóðum sem eru með bestan árangur í öðru sæti í riðlunum átta.  Þær tvær þjóðir sem eru þá eftir leika innbyrðis umspilsleiki um eitt sæti.

Lesa meira
 

A kvenna - Ísland mætir Makedóníu í kvöld - 7.6.2016

Ísland og Makedónía mætast í kvöld í undankeppni EM kvenna og hefst leikurinn á Laugardalsvelli kl. 19:30.  Miðasala á leikinn er í fullum gangi í gegnum miðasölukerfi hjá miði.is og þá hefst miðasala á Laugardalsvelli kl. 12:00.

Lesa meira
 

Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög