Landslið

ÁFRAM ÍSLAND vörur á tilboði á Laugardalsvelli - 9.6.2016

Föstudaginn 10. júní frá kl 12-18 býður Áfram Ísland öllum þeim sem vilja klæða sig upp fyrir EM að koma á Laugardalsvöll frá klukkan 12-18 og kaupa ÁFRAM ÍSLAND vörur á tilboðsverði.

Lesa meira
 

Kosovo í HM-riðli með Íslandi - 9.6.2016

Í kjölfar ákvörðunar þings FIFA í maí, þegar Kosovo og Gíbraltar voru samþykkt sem 210. og 211. aðildarþjóðir FIFA, hafa knattspyrnusambönd beggja þessara landa nú þátttökurétt í undankeppni HM 2018, sem hefst í september. UEFA hefur nú verið falið það verkefni að aðlaga niðurröðun leikja og keppnismódel undankeppninnar í Evrópu að þessari ákvörðun.

Lesa meira
 

Heimir Hallgrímsson: "Fínasta aðstaða sem við höfum" - 9.6.2016

Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari, var léttur í viðtölum við fjölmiðla enda varla annað hægt þegar hann var kallaður Heimar í byrjun eins viðtals sem sjá má á Youtube-síðu KSÍ. Heimir segir undirbúning liðsins ganga vel og allt sé eins og best verður á kosið.

Lesa meira
 

Gylfi Þór: "Þurfum að berjast fyrir hvor annan" - 9.6.2016

Gylfi Þór Sigurðsson verður í eldlínunni þegar Ísland mætir Portúgal í St. Etienne á þriðjudaginn. Gylfi sagði í samtali við fjölmiðla í dag að liðið þyrfti að verjast vel í leiknum og það þýddi ekki að reyna að stoppa einn leikmann, þó hann sé vissulega mjög öflugur.

Lesa meira
 

Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög