Landslið

Ertu að fara til Marseille? - 16.6.2016

Það var glæsilegt blátt haf stuðningsmanna sem prýddu leikvanginn í Saint Etienne á þriðjudaginn þegar Ísland mætti Portúgal.  Það lítur út fyrir að ekki verði færri Íslendingar á vellinum í Marseille en þangað liggur nú straumurinn þar sem Ísland mætir Ungverjum á laugardaginn.

Lesa meira
 
U17 landslið kvenna

U17 kvenna - Hópurinn fyrir Norðurlandamótið í Noregi - 16.6.2016

Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari U17 kvenna, hefur valið hóp sem tekur þátt í Norðurlandamóti U17 kvenna.  Mótið fer fram í Noregi að þessu sinni og verður leikið í Sarpsborg og Moss, dagana 1. - 7. júlí. Lesa meira
 

EM 2016 - Jóhann Berg mundi ekki að það væri 17. júní á morgun - 16.6.2016

Það var fjölmiðlafundur hjá íslenska liðinu í Annecy í dag þar sem Kári Árnason, Jóhann Berg Guðmundsson og Heimir Hallgrímsson sátu fyrir svörum. Það kom eitt og annað fram á fundinum en meðal hápunkta var þegar Jóhann Berg var spurður um hvort íslenska liðið ætlaði að fagna saman á morgun og hann svaraði: „Á æfingunni þá?”

Lesa meira
 

EM 2016 - Rússneskur dómari í Marseille - 16.6.2016

Sergei Karasev verður dómari á laugardaginn þegar Ísland leikur gegn Ungverjalandi í Marseille. Karasev hefur getið sér gott orð sem dómari en hann dæmdi viðureign Rúmeníu og Sviss á EM.

Lesa meira
 

Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög