Landslið

EM 2016 - Ísland getur unnið riðilinn - 18.6.2016

Sú áhugaverða staða er uppi í F-riðli að Ísland getur unnið riðilinn. Eftir leiki kvöldsins er Ísland með 2 stig og í 2. sæti riðilsins en Ungverjar eru á toppnum með 4 stig. Portúgal er með 2 stig eins og Ísland en hefur skorað marki minna en íslenska liðið. Austurríki rekur lestina með 1 stig eftir jafnteflið í kvöld.

Lesa meira
 

EM 2016 - Ragnar Sigurðsson: „Þetta var fáránlega svekkjandi” - 18.6.2016

Ragnar Sigurðsson átti góðan leik í vörn Íslands í kvöld. Ragnar segir liðið hafa varist full mikið í leiknum á kostnað sóknarleiksins. „Þetta var fáránlega svekkjandi. Við náðum að verjast vel allan leikinn, en vorum kannski að verjast of mikið," sagði Ragnar í samtali við fjölmiðla í leikslok.

Lesa meira
 

EM 2016 - Birkir Már: „Erfitt að lýsa því hvað ég er svekktur” - 18.6.2016

Birkir Már Sævarsson varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark í kvöld er hann reyndi að hreinsa boltann úr vítateig íslenska liðsins. Skiljanlega var Birkir ekki upplitsdjarfur eftir leikinn.

Lesa meira
 

EM 2016 - Sárgrátlegt jafntefli gegn Ungverjum - 18.6.2016

Ísland gerði í kvöld jafntefli við Ungverja í Marseille. Mark Íslands kom úr vítaspyrnu en það var Gylfi Þór Sigurðsson sem skoraði eftir að brotið var á Aroni Einari í vítateignum. Ungverjar náðu að jafna metin undir lok leiksins en það var Birkir Már Sævarsson sem varð fyrir því óláni að setja boltann í eigið mark eftir sendingu fyrir mark Íslands.

Lesa meira
 

EM 2016 - Sama byrjunarlið og gegn Portúgal - 18.6.2016

Byrjunarlið Íslands hefur verið opinberað. Leikurinn fer fram í Marseille og hefst kl. 16:00 að íslenskum tíma, í beinni útsendingu í sjónvarpi Símans. Liðið er óbreytt frá seinasta leik gegn Portúgal en sá leikur endaði með 1-1 jafntefli.

Lesa meira
 

EM 2016 - Ísland og Ungverjaland hafa mæst 10 sinnum - 18.6.2016

Ísland og Ungverjaland hafa mæst 10 sinnum í gegnum tíðina. Ísland hefur unnið 3 leiki af þessum 10 en þeir sigrar komu allir á árunum 1992-1995. Fyrsti leikur liðanna var árið 1988 í vináttuleik og unnu Ungverjar leikinn 3-0.

Lesa meira
 

EM 2016 - Stade Vélodrome er leikvangur dagsins - 18.6.2016

Leikur Íslands og Ungverjalands fer fram á hinum stórglæsilega Stade Vélodrome sem er í Marseille. Leikvangurinn tekur 67.394 áhorfendur í sæti og er talinn af mörgum einn glæsilegasti leikvangur Frakklands.

Lesa meira
 

EM 2016 - Ísland leikur við Ungverja í dag - 18.6.2016

Ísland leikur annan leik sinn á EM í dag þegar liðið mætir Ungverjum í Marseille. Það fór varla framhjá neinum að Ísland gerði 1-1 jafntefli við Portúgal í fyrsta leik mótsins þar sem Birkir Bjarnason skoraði jöfnunarmark Íslands. Mótherjar Íslands í dag eru Ungverjar sem komu nokkuð á óvart með því að leggja Austurríki að velli í fyrsta leik sínum á mótinu.

Lesa meira
 

Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög