Landslið

EM 2016 - Miðasala á leik Íslands og Frakklands hefst klukkan 12:00 á þriðjudag - 27.6.2016

Miðar á leik Íslands og Frakklands í 8-liða úrslitum fara í sölu klukkan 12:00 á morgun (28. júní) á vef UEFA. Hægt er að fara í röð í miðasöluna klukkan 11:45.

Lesa meira
 

EM 2016 - ÍSLAND Í 8-LIÐA ÚRSLIT! - 27.6.2016

Ísland vann England 2-1 í 16-liða úrslitum á EM í Frakklandi í kvöld. Ísland lék skínandi góðan leik og átti sigurinn fyllilega skilið. Mörk Íslands komu bæði í fyrri hálfleik en það voru samt Englendingar sem komust yfir í leiknum með marki úr vítaspyrnu.

Lesa meira
 

EM 2016 - Sama byrjunarlið og gegn Austurríki - 27.6.2016

Byrjunarlið Íslands sem leikur gegn Englandi í kvöld hefur verið tilkynnt. Það er sama byrjunarlið og hefur hafið leik í öllum leikjum Íslands í keppninni.

Lesa meira
 

EM 2016 - Leikvangur dagsins er Stade de Nice (Allianz Arena) - 27.6.2016

Ísland og England mætast í kvöld í 16-liða úrslitum á EM í Frakklandi en leikurinn fer fram á hinum glæsilega Stade de Nice (Allianz Arena) í Nice. Leikvangurinn tekur 35.624 áhorfendur í sæti en leikvangurinn er frekar lítill miðað við þá velli sem Ísland hefur leikið á í keppninni.

Lesa meira
 

EM 2016 - Ísland mætir Englandi í dag - 27.6.2016

Ísland leikur við Englandi í 16-liða úrslitum í dag í Nice. Leikurinn er leikinn á Stade de Nice sem tekur um 36.000 manns í sæti en mun meiri eftirspurn hefur verið eftir miðum en framboð. Það var ansi fljótlega uppselt á þennan stórleik og má búast við mikilli stemningu á leiknum.

Lesa meira
 

Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög