Landslið

A karla - Kolbeinn ekki með gegn Úkraínu - 2.9.2016

Kolbeinn Sigþórsson er meiddur á hné og mun hann ekki leika með íslenska landsliðinu þegar það mætir Úkraínu nk. mánudag í Kænugarði. Kolbeinn hefur verið í meðhöndlun hjá sjúkraþjálfurum og lækni landsliðsins í Frankfurt, þar sem liðið er við æfingar, en nú hefur verið àkveðið að tefla Kolbeini ekki fram í leiknum à mànudag. Lesa meira
 

U21 karla - Góður sigur á Norður Írlandi - 2.9.2016

U21 landsliðið vann mikilvægan sigur á Norður Írum í undankeppni EM í kvöld. Sigurinn þýðir að Ísland er í keppni við Frakka um að vinna riðilinn en næsti leikur er einmitt gegn sterku liði Frakka. Mark Íslands í kvöld kom undir lok leiksins en það var Heiðar Ægisson sem skoraði þetta mikilvæga mark.

Lesa meira
 
U19 landslið kvenna

U19 kvenna - Hópurinn valinn fyrir undankeppni EM - 2.9.2016

Þórður Þórðarson, landsliðsþjálfari U19 kvenna, hefur valið hópinn sem leikur í riðli Íslands í undankeppni EM.  Riðillinn verður leikinn í Finnlandi, dagana 15. - 20. september.  Auk heimastúlkna leikur Ísland gegn Færeyjum og Kasakstan.

Lesa meira
 
Áhorfendur á Ísland-Tyrkland

Miðasala á leik Íslands og Tyrklands í undankeppni HM hefst í dag - 2.9.2016

Miðasala á leik Íslands og Tyrklands í undankeppni HM hefst í dag, föstudaginn 2. september kl. 12:00 á hádegi. Leikurinn fer fram sunnudaginn 9. október á Laugardalsvelli kl. 18:45 og fer miðasalan fram í gegnum miðasölukerfi hjá www.midi.is. Lesa meira
 

Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög