Landslið

U21 karla - Ísland mætir Frökkum í toppslag í dag - 5.9.2016

U21 karla leikur við sannkallaðan toppslag við Frakka í undankeppni EM í kvöld. Ísland er á toppi riðilsins með 15 stig en Frakkar eru með 14 stig í 3.sæti. Makedónía er með 15 stig eins og Ísland í 2. sæti riðilsins.

Lesa meira
 

A karla - Gott stig í fyrsta leiknum í undankeppni HM - 5.9.2016

Eitt stig var niðurstaðan þegar Ísland hóf leik í undankeppni HM en fyrsti leikurinn fór fram fyrir tómum velli í Kænugarði.  Lokatölur urðu 1 - 1 og komu bæði mörkin í fyrri hálfleik.  Alfreð Finnbogason kom Íslandi yfir á 6. mínútu en heimamenn jöfnuðu 41. mínútu.

Lesa meira
 
Áhorfendur á Ísland-Tyrkland

A karla - Byrjunarliðið gegn Úkraínu - 5.9.2016

Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt byrjunarliðið sem mætir Úkraínu í undankeppni HM.  Þetta er fyrsti leikurinn í keppninni hjá þessum liðum og er leikið í Kiev fyrir luktum dyrum vegna refsingar sem UEFA setti á Úkraínumenn. Lesa meira
 
Tolfan

A karla – Ísland hefur leik í undankeppni HM í dag - 5.9.2016

Ísland mætir Úkraínu í Kænugarði í dag í fyrsta leik liðanna í undankeppni HM 2018. Íslenska liðið hefur undirbúið sig fyrir leikinn frá því á þriðjudag í síðustu viku þegar hópurinn kom saman í Frankfurt í Þýskalandi. Leikmenn, þjálfarar og aðrir starfsmenn flugu svo til Úkraínu á laugardag og var æfing á ólympíuleikvanginum í Kiev í gær. Lesa meira
 

Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög