Landslið

U21 karla - Góðir möguleikar þrátt fyrir tap í Frakklandi - 6.9.2016

U21 karla tapaði í 2-0 gegn sterku liði Frakka í undankeppni EM. Frakkarnir voru heilt yfir sterkari aðilinn í leiknum og komust yfir snemma í leiknum. Corentin Tolisso kom franska liðinu yfir á 10. mínútu þegar hann komst einn í gegn. Hann var aftur á ferðinni á 62. mínútu leiksins þegar hann skallaði boltann yfir Rúnar Alex, markmann Íslands.

Lesa meira
 
U19 landslið karla

U19 karla - Jafntefli gegn Wales - 6.9.2016

Strákarnir í U19 gerðu í dag markalaust jafntefli gegn Wales en þetta var seinni vináttulandsleikur þjóðanna á þremur dögum.  Ísland vann fyrri leikinn, 2 - 1, en í dag var boðið upp á mikla baráttu en engin mörk. Lesa meira
 

U21 karla - Leikið í Caen í kvöld á glæsilegum velli - 6.9.2016

Það er leikið á glæsilegum velli í Frakklandi í kvöld en það er Stade Michel-d'Ornano-völlurinn í Caen. Þetta mannvirki tekur 21.500 manns í sæti og er var hann opnaður árið 1993. Völlurinn er notaður af heimaliðinu SM Caen en einnig er hann notaður fyrir landslið Frakka.

Lesa meira
 
U19 landslið karla

U19 karla - Byrjunarliðið í seinni leiknum gegn Wales - 6.9.2016

Þorvaldur Örlygsson, landsliðsþjálfari U19 karla, hefur tilkynnt byrjunarliðið sem mætir Wales í seinni vináttulandsleik þjóðanna á þremur dögum en leikið er ytra.  Fyrri leiknum lauk með sigri Íslands, 2 - 1 en leikurinn hefst kl. 12:00 að íslenskum tíma.

Lesa meira
 

U21 karla - Hjörtur: „Þetta er í okkar höndum" - 6.9.2016

U21 karla leikur í kvöld mikilvægan leik gegn Frökkum í undankeppni EM en Ísland er á toppi riðilsins fyrir leikinn. Það mun væntanlega mæða mikið á Hirti Hermannssyni, varnarmanni íslenska liðsins, í leiknum.

Lesa meira
 

Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög