Landslið
EM kvenna U17

A kvenna - Hópurinn sem mætir Slóvenum og Skotum

Lokaleikir Íslands í undankeppni EM

7.9.2016

Freyr Alexanderson, landsliðsþjálfari, hefur valið hópinn sem mætir Slóvenum og Skotum í undankeppni EM en þetta eru lokaleikir Íslands í undankeppninni.  Leikið verður gegn Slóvenum, 16. september og gegn Skotum 20. september og fara báðir leikirnir fram á Laugardalsvelli.

Hópurinn

Stelpurnar okkar stefna ótrauðar beint í lokakeppnina og þurfa góðan stuðning á leikjunum sem eftir eru. Miðasala á leikina er hafin á www.miði.is en boðið er upp á að kaupa miða á staka leiki en einnig tvíhöfða á sérstöku tilboðsverði eða 3500 krónur fyrir báða leikina. 

Takmarkaður miðafjöldi er í boði en mikill áhugi er á þessum úrslitaleikjum kvennalandsliðsins. 

Við hvetjum alla að fjölmenna á báða leikina og styðja við bakið á stelpunum okkar á troðfullum Laugardalsvelli. 

Smelltu hérna til að fara á miðasöluna.

Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög