Landslið

A kvenna – Undirbúningur fyrir leikina gegn Slóveníu og Skotlandi í fullum gangi - 13.9.2016

Stelpurnar okkar í A landsliði kvenna eru komnar á fullt í undirbúningi fyrir leikina mikilvægu gegn Slóveníu og Skotlandi. Um er að ræða síðustu tvo leiki liðsins í undankeppni EM 2017, fyrri leikurinn er gegn Slóveníu og fer hann fram föstudaginn 16. september kl. 18.45 en síðari leikurinn verður þriðjudaginn 20. september kl. 17.00. Báðir leikirnir fara fram á Laugardalsvelli. Lesa meira
 

Mikill áhugi á íslenska landsliðinu meðal Vestur Íslendinga í sumar - 13.9.2016

Á liðnu sumri fylgdust Vestur íslendingar í Kanada grannt með gengi íslenska liðsins á EM í Frakklandi.  Frændur okkar söfnuðust saman til að fylgjast með gengi liðsins og þegar á leið jókst áhuginn þannig að aðrir Kanadamenn slógust í hópinn.  Tímaritið Lögberg - Heimskringla, sem fagnar í ár 130 ára afmæli, gerði landsliðinu m.a. góð skil. 

Lesa meira
 

U21 karla - Nýir leikstaðir - 13.9.2016

Strákarnir í U21 landsliðinu munu leika síðustu tvo leiki sína í undankeppni fyrir EM 2017 í október.  Fyrri leikurinn, sem er á móti Skotum verður á Víkingsvelli miðvikudaginn 5. október kl. 15.30.  Síðari leikurinn er á móti Úkraínu á Laugardalsvelli, þriðjudaginn 11. október kl. 16.45. Lesa meira
 

Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög