Landslið

U19 kvenna – Undankeppni EM 2017 hefst á fimmtudag

Hægt að fylgjast með textalýsingu á heimasíðu UEFA

14.9.2016

U19 ára landslið kvenna er nú statt í Finnlandi þar sem liðið tekur þátt í undankeppni fyrir EM 2017. Liðið mun spila þrjá leiki í undanriðlinum og verður sá fyrsti gegn frændum okkar frá Færeyjum á morgun, annar leikurinn verður gegn Kazakhstan laugardaginn 17. september og síðasti leikurinn verður gegn Finnum þriðjudaginn 20. september.

Undankeppnin fyrir EM 2017 er leikin í 11 fjögurra liða riðlum og mun efsta liðið í hverju riðli, auk þeirra 10 liða sem bestum árangri ná í öðru sæti fara í milliriðlakeppni sem leikinn verður í apríl á næsta ári. Lið Frakklands, Englands og Þýskalands fara beint í milliriðlakeppnina. Þórður Þórðarson þjálfari íslenska liðsins telur að liðið eigi góða möguleika á að komast áfram úr undankeppninn. „Ef úrslit verða hagstæð í fyrstu tveimur leikjunum gætum við fengið hreinan úrslitaleik um fyrsta sætið í riðlinum á móti Finnum á þriðjudag í næstu viku“ segir Þórður bjartsýnn á gengi liðsins.

Hægt verður að fylgjast með árangri stúlknanna okkar í þessum leikjum á heimasíðu UEFA.


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög