Landslið

Leikskrá fyrir leiki Íslands gegn Slóveníu og Skotlandi komin út - 15.9.2016

Leikskrá fyrir leiki Íslands gegn Slóveníu og Skotlandi er komin út en í leikskránni eru viðtöl við Margréti Láru Viðarsdóttur, fyrirliða íslenska liðsins, og Frey Alexandersson, landsliðsþjálfara. Einnig má finna ýmsar greinar um leikina.

Lesa meira
 

Íslenskir stuðningsmenn fá verðlaun fyrir EM - 15.9.2016

UEFA hefur ákveðið að verðlauna stuðningsmenn Íslands, Írlands, Wales og Norður-Írlands fyrir góða frammistöðu á EM í sumar. Stuðningsmenn Íslands fóru mikinn í stúkunni á leikjum Íslands og vöktu heimsathygli fyrir vaska framgöngu sína.

Lesa meira
 

U19 kvenna - Frábær byrjun í undankeppni EM - 15.9.2016

U19 kvenna byrjaði vel í und­anriðli Evr­ópu­keppn­inn­ar í Finn­landi í dag þegar það sigraði Fær­ey­inga ör­ugg­lega, 5-0, í fyrsta leik sín­um á mótinu.

Lesa meira
 

U19 kvenna - Byrjunarliðið gegn Færeyjum - 15.9.2016

Þórður Þórðarson, landsliðsþjálfari U19 kvenna, hefur tilkynnt byrjunarliðið sem mætir Færeyjum í fyrsta leiknum í undanriðli EM en leikið er í Finnlandi.  Aðrar þjóðir í riðlinum eru Finnland og Kasakstan.  Leikurinn hefst kl. 16:00 og er í beinni textalýsingu á heimasíðu UEFA.

Lesa meira
 

Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög