Landslið

A kvenna – ÍSLAND Á EM! - 16.9.2016

Ísland vann öruggan 4-0 sigur á Slóveníu  í undankeppni EM en leikurinn fór fram á Laugardalsvelli í kvöld. Fyrr í dag var ljóst að liðið væri þá þegar komið með farseðilinn á EM í Hollandi næsta sumar.

Lesa meira
 

A kvenna – Opin æfing í dag, sunnudag - 16.9.2016

Sunnudaginn 18. september nk. mun æfing A landsliðs kvenna verða opin fyrir almenning og geta ungir sem aldnir áhangendur liðsins komið á Laugardalsvöllinn og fylgst með æfingu. Æfingin hefst kl. 15.30 og í lok hennar munu landsliðskonurnar veita áritanir í anddyri Laugardalsvallar.

Lesa meira
 

A kvenna - A og DE skírteini gilda við innganginn - 16.9.2016

Handhafar A og DE skírteina geta framvísað þeim við innganginn fyrir leik Íslands og Slóveníu í undankeppni EM sem fram fer á Laugardalsvelli í kvöld kl. 18:45.  Ekki þarf að sækja miða fyrir leikinn, eins og venja er, á skrifstofu KSÍ.  Frítt er inn fyrir 16 ára og yngri en almenn miðasala hefst kl. 12:00 á Laugardalsvelli. Lesa meira
 

A-kvenna - Ísland mætir Slóveníu í kvöld - 16.9.2016

Næst síðasti leikur Íslands í undankeppni EM kvennalandsliða verður í kvöld þegar tekið verður á móti liði Slóveníu á Laugardalsvelli. Lokaundirbúningur fyrir leikinn hefur gengið vel hjá stelpunum okkar en aðeins eitt stig vantar til að liðið tryggi sig inn á lokakeppnina sem verður í Hollandi næsta sumar.

Lesa meira
 

Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög