Landslið

A kvenna - Ísland vann riðilinn - 20.9.2016

Kvennalandsliðið endaði á toppi Riðils-1 í undankeppni EM en liðið tapaði aðeins einum leik á mótinu. Tapið kom á heimavelli í kvöld en það voru Skotar sem náðu að vinna íslenska liðið 1-2. Lokastaða riðilsins er þannig að Ísland er með 21 stig eins og Skotland en hefur betur í innbyrðis viðureignum eftir að vinna 0-4 í Skotlandi.

Lesa meira
 

A kvenna – Ísland-Skotland í dag kl. 17:00 - 20.9.2016

Lokaleikur íslenska kvennalandsliðsins í undankeppni EM verður í dag gegn Skotum á Laugardalsvelli og hefst hann kl. 17:00. Stelpurnar okkar hafa nú þegar tryggt sér sæti á EM í Hollandi næsta sumar en í dag verður barist um efsta sætið í riðlinum þar sem Skotarnir geta ennþá stolið því sæti. Markmið dagsins er ekki síður að klára keppnina með fullt hús stiga og án þess að fá á sig mark sem verður að teljast mögnuð tölfræði.

Lesa meira
 

U19 kvenna – Ísland komst í milliriðil - 20.9.2016

U19 ára landslið kvenna þurfti að lúta í lægra haldi fyrir liði Finna í undankeppni EM í dag. Leikurinn sem var síðasti leikur liðanna í undankeppninni fór fram í Finnlandi fyrr í dag og endaði 3-0 fyrir finnska liðið.

Lesa meira
 

Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög