Landslið

U21 karla - Hópurinn sem mætir Skotlandi og Úkraínu

Miðasala er hafin á leik Íslands og Skotlands

28.9.2016

Eyjólfur Sverrisson, landsliðsþjálfari U21 landsliðs karla, hefur valið hópinn sem mætir Skotlandi 5. október á Vikingsvelli og Úkraínu 11. október á Laugardalsvelli í undankeppni EM 15/17. 

Hópurinn.

Íslenska liðið er í góðri stöðu í riðlinum og getur með sigrum í leikjunum sem eftir eru tryggt sér sæti í lokakeppni EM 2017 sem fram fer í Póllandi. 

Fyrri leikurinn er gegn Skotlandi á Víkingsvelli og eru aðeins 900 miðar í boði á þann leik en kaupa má miða með því að smella hérna. 

Seinni leikurinn er gegn Úkraínu á Laugardalsvelli og mun miðasala á þann leik opnar síðar. 

Fjölmennum og styðjum strákana okkar!Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög